Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1667902294.02

  Franska
  FRAN2FR05(ms)
  13
  franska
  framhaldsáfangi
  for inspection
  2
  5
  ms
  Í þessum fyrri hluta annars þreps er áfram unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun og orðaforði aukinn jafnt og þétt. Leitast er við að nemendur fái aukin tækifæri til að tjá sig. Nemendur þjálfast í nýjum málfræðiatriðum og farið er dýpra í málfræðiatriði fyrra þreps. Nemendur vinna með ýmis konar kennsluefni, rauntexta, hlustunar- og myndefni. Nemendur lesa einfalda skáldsögu eða smásögur og leysa ýmis verkefni þar að lútandi. Lögð er ríkari áhersla á menningu og þjóðfélagsmál og önnur svið samfélagsins. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni og miðla þeim jafnt munnlega sem skriflega. Í lok annar eiga nemendur að hafa náð kunnáttu upp á stig A2 (-B1) samkvæmt Evrópska tungumálarammanum.
  FRAN1MÁ05(ms)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, s.s. þverfaglegum orðaforða og flóknari orðasamböndum
  • notkun tungumálsins í færniþáttunum fjórum við mismunandi aðstæður
  • grundvallaruppbyggingu þjóðfélaga þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál
  • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað og geta tengt þau eigin reynslu, samfélagi og menningu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja mál sem talað er við mismunandi aðstæður sem og skilja algengustu orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talað mál
  • lesa margs konar gerðir texta og beita mismunandi lestraraðferðum
  • skrifa ýmis konar texta, jafnt formlega sem óformlega
  • tjá sig skýrt um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja meginatriði daglegs máls, s.s. samræður og fjölmiðlaefni um efni sem hann þekkir
  • tileinka sér efni ritaðra texta af ýmsu tagi og hagnýta á mismunandi hátt
  • lesa texta af mismunandi formgerðum og eiga auðveldara en áður með að túlka þá og tjá sig munnlega og skriflega um efni þeirra
  • ræða við aðra af nokkru öryggi um efni sem hann þekkir vel til
  • taka þátt í einföldum skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
  • tjá sig á nokkuð skýran hátt um ýmis almenn efni eða sérhæfðari efni sem hann hefur kynnt sér vel
  • skrifa flóknari og fjölbreyttari texta en áður um ýmis efni og fylgja viðeigandi ritunarhefðum
  Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.