Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1667987536.83

    Akademísk enska
    ENSK2AE05(ms)
    50
    enska
    Almenn akademísk enska, bókmenntir, ritun
    for inspection
    2
    5
    ms
    Kynning og þjálfun í akademískri ensku. Einnig eru bókmenntir sem tengjast menningu enskumælandi þjóða lesnar og vandlega skoðaðar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • málefnum settum fram á formlegan akademískan hátt
    • viðhorfum og gildum er móta menningu mismunandi enskumælandi þjóða
    • mismun formlegs og óformlegs orðaforða og málsniðs
    • framsetningu ritaðs og talaðs máls settu fram á formlegan hátt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa texta á akademískri ensku sér til skilnings
    • skilja talaða ensku um efni sem hann hefur kynnt sér
    • kynna munnlega ýmis málefni á formlegan hátt
    • tjá sig á skipulegan hátt um akademísk efni sem hann hefur kynnt sér
    • skrifa ýmiss konar texta, formlega og óformlega, samkvæmt enskum reglum og hefðum
    • nota almennar orðabækur við nám sitt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér texta og umræður um akademísk efni í ræðu og riti
    • draga ályktanir um tilgang höfunda akademískra texta
    • greina menningarlegt samhengi í bókmenntaverkum á ensku
    • taka þátt í skoðanaskiptum með rökum um ýmis menningartengd málefni
    • tjá sig á skipulegan hátt um sérvalið efni og svarað spurningum um það efni
    • skrifa formlega styttri texta þar sem lagt er mat á efnið sem fjallað er um
    • tjá sig ýmist skriflega eða munnlega á huglægan og skapandi hátt með mismunandi sniði
    • skrifa formlega ritgerð með inngangi með efnisyrðingu, meginmáli og lokaorðum
    • nýta sér orðabækur við nám sitt á skilvirkan hátt
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.