Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668004071.89

    Íslenska
    ÍSLE2FB05(ms)
    38
    íslenska
    Fornám B-hluti
    for inspection
    2
    5
    ms
    Nemendur lesa vandlega forna texta, bæði í bundnu og óbundnu máli. Þeir fá innsýn í norrænan hugmyndaheim og goðafræði gegnum fornsögur, Snorra-Eddu og eddukvæði. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem auka skilning þeirra á fornu máli og samfélagi og setja fornbókmenntir í samhengi við samtíma sinn. Auk þess kynnast nemendur fræðilegri umfjöllun um íslenskar fornbókmenntir og fá þjálfun í notkun og úrvinnslu heimilda.
    ÍSLE2LR05(ms)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum fornbókmennta og norrænni goðafræði
    • helstu einkennum íslenskra fornbókmennta
    • helstu atriðum í heimsmynd norrænnar goðafræði
    • ritunartíma fornsagna og menningararfleifð Íslendinga
    • fræðilegri umfjöllun um íslenskar fornbókmenntir
    • fjölbreyttri textagerð og heimildavinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa forna texta og greina helstu einkenni þeirra
    • skoða fornan menningarheim í gegnum bókmenntir
    • bera saman heimsmynd fornbókmennta við íslenskan samtíma
    • tjá sig um fornar bókmenntir og gildi þeirra fyrir samfélagið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir hugmyndaheimi íslenskra fornbókmennta
    • túlka og skýra heimsmynd og meginhugmyndir norrænnar goðafræði og tengja við menningu nútímans
    • öðlast læsi á forna menningu Íslendinga
    • beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
    • beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • vinna margvísleg verkefni í tengslum við forna texta
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.