Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1668004698.19

  Íslenska
  ÍSLE3MS05(ms)
  53
  íslenska
  málskilningur, sérdeild
  for inspection
  3
  5
  ms
  Nemendur rýna í hvers kyns málnotkun, t.d. í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Sjónum verður beint að mismunandi málsniði, t.d. kyn- og aldursbundnu, máltækni og þýðingum. Rafmál, slangur, slettur og nýyrði verða skoðuð sérstaklega, ásamt áhrifum dægurmenningar og markaðssetningar á tungumálið. Nemendur fá þjálfun í rannsóknaraðferðum og skýrslugerð. Leitast verður við að gera nemendur meðvitaðri um bæði málnotkun sína og annarra og hjálpa þeim að temja sér gagnrýna hugsun.
  ÍSLE2HB05(ms)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ýmsum nytjatextum
  • helstu rannsóknaraðferðum og skýrslugerð
  • helstu einkennum íslensks máls sem nýtast í ræðu og riti
  • ólíkum málmiðlum, mismunandi tungutaki og málsniði
  • áhrifum dægurmenningar og markaðssetningar á tungumálið
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta málfræðihugtök af öryggi í umræðum um málið og þróun þess, menningu og sögu
  • skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli
  • lesa mismunandi gerðir nytjatexta til gagns og gamans, skilja lykilhugtök og greina mismunandi sjónarmið
  • skrifa skýrslur, greinargerðir og ýmsa nytjatexta
  • tileinka sér ólíka málmiðla, mismunandi tungutak og málsnið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
  • geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
  • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
  • leggja mat á og efla eigin málfærni og annarra
  • beita gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og lestur ólíkra texta
  • sýna sjálfstæð vinnubrögð, bæði í hópvinnu og einstaklingsvinnu
  Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.