Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668004889.39

    Íslenska
    ÍSLE3SB05(ms)
    54
    íslenska
    menning, samtímabókmenntir
    for inspection
    3
    5
    ms
    Nemendur kynnast ýmsum tegundum bókmennta á 21. öld og setja þær í samhengi við ríkjandi strauma og stefnur bókmenntasögunnar. Aðalgreinar bókmennta verða skoðaðar, þ.e. leikrit, ljóð og sögur, bæði reyndra og óreyndra höfunda. Vinsælum nýjungum dægurmenningarinnar verður gerð nokkur skil. Einnig verður sjónum beint að öðru birtingarformi bókmenntanna, á borð við myndlist, tónlist og kvikmyndir.
    ÍSLE2HB05(ms)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum bókmennta
    • stefnum í íslenskum bókmenntum
    • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu nútímans
    • öllum helstu bókmenntahugtökum
    • vinsælum nýjungum dægurmenningar
    • ýmsum birtingarformum bókmennta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum, hvort sem er í ræðu og riti, og meta áreiðanleika þeirra
    • flytja af öryggi og sannfæringarkrafti vel upp byggða ræðu eða ítarlega kynningu á flóknu efni
    • lesa allar gerðir bókmennta, sér til gagns og gamans
    • skilja lykilhugtök og greina mismunandi sjónarmið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður, útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel ígrundaðri niðurstöðu
    • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
    • átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum
    • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð, bæði í hópvinnu og einstaklingsvinnu
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.