Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668005240.42

    Íslenska
    ÍSLE3TM05(ms)
    55
    íslenska
    málskilningur, tjáning
    for inspection
    3
    5
    ms
    Nemendur fá þjálfun í munnlegri og skriflegri tjáningu. Veitt verður innsýn í heim sagnalistar, að fornu og nýju. Lögð verður áhersla á tengsl tungumálsins og ólíkra miðlunarleiða, samræðutækni, umræður og virka hlustun ásamt gagnrýninni og skapandi hugsun. Nemendum gefst einnig tækifæri til að tjá sig í rituðu máli og semja hvers kyns texta.
    ÍSLE2HB05(ms)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu undirstöðuatriðum framsagnar, raddbeitingar og framkomu
    • helstu undirstöðuatriðum virkrar hlustunar
    • heimi sagnalistar, þ.e. lögmálum frásagnar
    • samspili tungumáls og ólíkra miðla
    • samræðutækni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flytja af öryggi og sannfæringarkrafti vel byggða ræðu
    • flytja fjölbreytilegar kynningar á ýmsu efni við mismunandi aðstæður
    • semja ólíkar tegundir texta á skapandi hátt
    • vinna með árangursríkum hætti í hópvinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina eigin málflutning í þeirri viðleitni að bæta áfram það sem þarf
    • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
    • tjá skilmerkilega og áheyrilega afstöðu sína við hvers kyns kringumstæður
    • útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel ígrundaðri niðurstöðu
    • sýna sjálfstæði bæði í hópvinnu og einstaklingsvinnu
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.