Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668009909.72

    Rekstrarhagfræði og bókfærsla
    HAGF2RB05(ms)
    11
    hagfræði
    Rekstrarhagfræði og bókfærsla
    for inspection
    2
    5
    ms
    Í áfanganum læra nemendur áframhald í rekstrarhagfræði auk undirstöðuatriða í bókfærslu. Fjallað verður um afkomu og fjármögnun fyrirtækja, gerð rekstraráætlana, samspil tekna og kostnaðar. Í bókhaldshluta áfangans er lögð áhersla á mikilvægi bókhalds í rekstri fyrirtækja og færni nemenda í að annast almennar færslur í dagbók og geti sett fram efnahags- og rekstrarreikning. Áhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.
    HAGF1ÞR05(ms)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu kostnaðar- og tekjuhugtökum rekstrarhagfræðinnar
    • einfaldri áætlanagerð
    • grunnhugtökum bókfærslu
    • tvíhliða bókhaldi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þekkja mismunandi flokkun kostnaðar hjá fyrirtækjum
    • skilja mikilvægi áætlanagerðar í rekstri fyrirtækja
    • túlka tölulegar upplýsingar er varða rekstur fyrirtækja
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • reikna út kostnað, tekjur, afkomu og núllpunkt
    • reikna út eigið verð afurðar
    • gera einfaldar rekstrar- og kostnaðaráætlanir
    • gera upp viðskipti fyrir ákveðið tímabil
    • stilla upp prófjöfnuði
    • setja fram einfaldan efnahags- og rekstrarreikning
    • gera einfaldar lokafærslur fyrir uppgjör
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.