Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668077327.82

    Efnafræði grunnáfangi
    EFNA2LM05(ms)
    24
    efnafræði
    grunnhugtök, lotukerfið, mólhugtakið
    for inspection
    2
    5
    ms
    Í þessum fyrsta áfanga í efnafræði er byrjað á því að láta nemendur vinna með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum efnafræðinnar. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við kennslu í þessari grein. Nemendur vinna saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hreinum efnum og efnablöndum
    • eiginleikum efna
    • uppbyggingu atóma, jóna og sameinda
    • efnatáknum og helstu efnahvörfum
    • lotukerfinu
    • nafnakerfi ólífrænna efna
    • mólhugtakinu
    • hlutföllum í efnahvörfum
    • styrk lausna og þynningar
    • rafeindaskipan atóma og jóna
    • punktaformúlum og áttureglunni
    • rafdrægni atóma og skautun efnatengja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota lotukerfi, rafdrægni- og jónatöflu
    • setja upp efnajöfnu og stilla hana
    • beita mólhugtakinu og vinna með tengsl þess við hlutföll í efnajöfnum
    • skrifa rafeindaskipan atóma og nota hana til að spá fyrir um hleðslu jóna
    • rita punktaformúlur (Lewis) fyrir atóm, sameindir og jónir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • nota gögn eins og lotukerfi, jónatöflur og aðrar töflur við lausn verkefna
    • lesa úr efnatáknum og efnajöfnum
    • gera sér grein fyrir samspili efnafræði, stærðfræði og annarra náttúrufræðigreina
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
    • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.