Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668157236.29

    Náttúruhamfarir og náttúruvá
    JARÐ3NV05(ms)
    2
    jarðfræði
    náttúruvár og náttúruhamfarir
    for inspection
    3
    5
    ms
    Fjallað er um náttúruhamfarir, orsakir þeirra, afleiðingar og náttúruvá sem af þeim hlýst fyrir manninn. Fjallað er um mismunandi tegundir náttúruhamfara og tekin dæmi úr sögunni og áhrif þeirra á umhverfi og samfélag manna skoðuð. Nemendur eru þjálfaðir í sjálfstæðum vinnubrögðum og vinna ýmist sjálfstætt eða saman í hópum þar sem áhersla er lögð á ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu og mótun afstöðu til umhverfistengdra málefna.
    JARÐ2AJ05(ms)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum og viðfangsefnum tengt náttúruvá
    • innsýn í stofnanir og fyrirtæki sem vinna að vöktun og upplýsingagjöf um almannavarnir og náttúruvá
    • mismunandi tegundum náttúruhamfara
    • samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum náttúruhamfara
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja tengsl náttúruhamfara og vísinda
    • skilja tengsl náttúruhamfara og umhverfismála
    • afla sér áreiðanlegra upplýsinga um almannavarnir, náttúruhamfarir og náttúruvá
    • nýta kunnáttu sína í jarðfræði og náttúruvísindum til að meta hættu á mismunandi svæðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja umræðu og hugtök tengd náttúruvá
    • rökstyðja og bera saman náttúruhamfarir, náttúruvá og umhverfismál
    • sýna ábyrgð í umgengni við náttúruna
    • nota þekkingu og umræðu um efni tengt náttúruvá til að tengja við sitt nærsamfélag
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.