Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668162445.3

    Fatagerð og fatahönnun
    FATA3FF05(MS)
    9
    fatahönnun
    Fatagerð framhald
    for inspection
    3
    5
    MS
    Í áfanganum læra nemendur meiri tækni og dýpt í fatagerð og fatahönnun. Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í meiri sníðagerð og saumaskap við að þróa færni í að framkvæma hugmyndir sínar og að efla sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur læra að rykkja, fella og brjóta efni, þrykkja og gera prufur til að þróa enn frekar hugmyndir sínar í fatahönnun og saumaskap. Nemendur hanna yfirhöfn sem lokaverkefni. Nemendur gera ferilbók og fara í vettvangsferð.
    FATA2FF05 (MS)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugmyndaöflun og tækni í fatahönnun og fatagerð
    • sníðagerð, efnisþörf, textíl- og saumtækni
    • vönduðum vinnubrögðum
    • mismunandi eiginleikum textílefna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hanna flíkur og nytjahluti
    • taka líkamsmál og teikna flóknari snið
    • nýta sér möguleika saumavéla og saumtækni
    • nýta sér möguleika í notkun og endurvinnslu textílefna
    • temja sér vönduð vinnubrögð við alla þætti vinnunnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leita hugmynda
    • teikna hugmyndir sínar og útskýra
    • kunna að útfæra og framkvæma hugmyndir sínar í saumaskap
    • þekkja möguleika í endurvinnslu og umhvefisvitund á textílefnum
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.