Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668201593.58

    Einstaklingurinn og samfélagið
    FÉLA2ES05(ms)
    35
    félagsfræði
    Ísland í evrópusamvinnu
    for inspection
    2
    5
    ms
    Einstaklingur og samfélag er grunnáfangi í félagsfræði sem fjallar um uppbyggingu samfélagsins og hvaða áhrif umhverfi hefur á einstaklinginn og líf hans. Nemendur læra að beita félagsfræðilegu sjónarhorni. Helstu kenningar félagsfræðinnar verða kynntar þ.e. samvirkni, samskipta- og átakakenningar, sem og frumkvöðlar félagsfræðinnar. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist menningu ólíkra samfélagsgerða og öðlist færni í að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum, myndi sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Nemendur læra félagsfræðileg hugtök og kynna sér félagslega þætti sem stýra hugsun og athöfnum einstaklinga innan samfélagsins. Meginmarkmið áfangans er að nemendur átti sig á því hvernig samfélagið hefur áhrif á þá og hvernig þeir geta haft áhrif á samfélagið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum, kenningum og hugmyndum helstu frumkvöðla félagsfræðinnar
    • menningu og félagsgerð ólíkra samfélaga
    • félagsmótun og helstu félagsmótunaraðilum
    • helstu félagslegu kerfum samfélagsins þ.á.m. fjölskyldan og stjórnkerfið
    • lýðræði og mannréttindum og mikilvægi þeirra í alþjóðlegu samhengi
    • réttindum og skyldum sínum gagnvart samfélaginu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita algengustu hugtökum félagsvísinda á skýran og skilmerkilegan hátt
    • greina stöðu sína innan samfélagsins og þau áhrif sem einstaklingar geta haft í samfélaginu
    • gera grein fyrir einkennum og þróun ólíkra samfélaga
    • tileinka sér umburðalyndi gagnvart ólíkum menningaheimum
    • vinna sjálfstætt og nýta sér margvíslega tækni í sinni þekkingaleit
    • skilja hvernig ákvarðanir eru teknar og vandamál eru leyst í lýðræðislegu þjóðfélagi
    • miðla efni til samnemenda á skýran hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig á skipulegan og gagnrýninn hátt um samfélagsleg álitamál
    • leggja mat á heimildir og upplýsingar í félagsvísindum
    • gera grein fyrir samspili þekkingar, umburðarlyndis og fordóma
    • beita öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á eigin námi og unnið í samvinnu við aðra
    • miðla efni til samnemenda á skýran hátt
    • taka upplýsta ákvörðun og geta rökrætt lýðræðisvitund og jafnréttisvitund
    • ræða siðferðileg álitamál og verða meðvitaður um réttindi sín og skyldur í samfélaginu
    • verða virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.