Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668202338.6

    Kenningar og rannsóknaraðferðir í félagsfræði
    FÉLA2KR05(MS)
    36
    félagsfræði
    kenningar og rannsóknaraðferðir
    for inspection
    2
    5
    MS
    Kenningar og rannsóknir er framhaldsáfangi í félagsfræði sem leggur áherslu á helstu kenningar félagsfræðinnar s.s. samvirkni-, átaka- og samskiptakenningar. Unnið er með hugmyndir frumkvöðla greinarinnar og leitast við að skilja tengsl við ólíkar kenningar. Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar þar sem farið verður yfir nokkrar þekktar rannsóknir. Nemendur eru þjálfaðir í að beita eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum og tengja þær við ólíkar kenningum. Skoðuð eru tengsl einstaklinga og samfélags í ljósi ólíkra kenninga og nemendur þjálfaðir í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélaginu. Nemendur læra að fylgja vísindalegu rannsóknarferli þar sem lögð er áhersla á aðferðafræðileg og siðferðisleg vandamál tengd rannsóknum í félagsvísindum. Helstu áherslur áfangans eru að auka áhuga, þekkingu og skilning nemenda á kenningum og rannsóknaraðferðum. Nemendur fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir í félagsvísindum.
    FÉLA2ES05(ms)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kenningum í félagsvísindum, samvirkni-, átaka- og samskiptakenningum
    • rannsóknaraðferðum í félagsvísindum
    • frumkvöðlum og þeirra framlagi til félagsfræðinnar
    • félagsfræði líðandi stundar ásamt hugtökum í félagsfræði sem nýtist þeim til undirbúnings fyrir frekara nám
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita félagsfræðilegum hugtökum og kenningum við greiningu og túlkun á samfélaginu
    • greina á milli félagslegra staðreynda og almennra alþýðuskýringa
    • skipuleggja einfaldar félagsfræðirannsóknir og beita viðeigandi rannsóknaraðferðum á ólík viðfangsefni
    • beita hugtökum félagsvísindanna á mismunandi viðfangsefni
    • miðla efni til samnemenda á skýran hátt
    • skrifa rannsóknarskýrslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita félagsfræðilegum hugtökum og kenningum í eigin rannsóknum
    • tjá sig á skýran, ábyrgan og skapandi hátt um samfélagsleg álitamál
    • leggja mat á gæði rannsókna í félagsvísindum
    • leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henta best við mismunandi aðstæður og á mismunandi rannsóknarefni
    • meta eigið vinnuframlag og annarra
    • sýna félagsfærni í para- og hópavinnu
    • útskýra og túlka eigin aðstæður út frá hugmyndafræði félagsvísinda
    • beita gagnrýnni og skapandi hugsun á félagsfræðileg viðfangsefni
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.