Kynjafræði er félagsvísindaáfangi sem fjallar um grunnhugtök kynjafræðinnar. Fjallað er um sögu jafnréttismála og jafnréttisbaráttu á hérlendis og erlendis. Varpað er ljósi á birtingamyndir kynjaskekkju í samfélaginu. Nemendur eru þjálfaðir í að setja upp kynjagleraugu og beita kynjafræðilegu sjónarhorni á álitamál í samfélaginu. Fjallað er m.a. um ofbeldi, feðraveldi, feminisma, kynbundið misrétti og fjölmiðla. Efnið er sett í samhengi við dægurmál sem tengjast kynjafræði og daglegu lífi nemenda. Jafnréttismenntun er lögð til grundvallar þar sem skoðað er með gagnrýnum hætti viðteknar hugmyndir í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra. Nemendur eru hvattir til að taka þátt og hafa áhrif á umræðuefni áfangans. Þannig byggir áfanginn á virkni og þátttöku nemenda þar sem reynir á sjálfskoðun, greiningu á eigin umhverfi og umræðu um eigin viðhorf jafnt og annarra.
FÉLA2KR05(ms)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu jafnréttisbaráttunnar og stöðu karla og kvenna í íslensku samfélagi, fyrr og nú
helstu hugtökum kynjafræðinnar
stöðu kynjanna í samfélaginu
birtingamyndum kynjaskekkju í nærsamfélagi og frá alþjóðlegu sjónarhorni
mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma
klám og áhrifum þess á kynheilbrigði
kynbundnu ofbeldi og mörgum birtingamyndum þess, svo sem mansali og kynferðislegu ofbeldi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugtökum kynjafræðinnar á viðfangsefni áfangans
rökræða dægurmál út frá sjónarhorni kynjafræði
rýna í menningu og átta sig á stöðu kynjanna eins og hún birtist þar
greina áhrif kynjakerfisins á fjölskylduna og heimilið, skólagöngu og vinnumarkaðinn
greina stöðu og staðalmyndir kynjanna í fjölmiðlum, námsefni og almennri umræðu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
móta sér skoðun um jafnréttismál og færa rök í rituðu og töluðu máli
skoða og greina umhverfi sitt með gleraugum kynjafræðinnar
bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum
setja sig í spor annarra
tengja menningu samfélagsins, gildi og verðmæti við eigið líf
koma auga á viðfangsefni jafnréttismála í daglegu lífi og geta tekið þátt í að skipuleggja viðburð í samstarfi við skólann
geta tjáð sig á skýran, ábyrgan og skapandi hátt um viðfangsefni kynjafræðinnar og samfélagsleg álitamál
beita gagnrýnni og skapandi hugsun á viðfangsefni kynjafræðinnar
beita öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á námi sínu og unnið í samvinnu við aðra
Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.