Þróunarlönd er framhaldsáfangi á þriðja þrepi í félagsfræði. Lögð er áhersla á alþjóðasamfélagið, þá sérstaklega samskipti ríkja og alþjóðastofnanna. Fjallað er um hnattvæðingu og þróunarlönd. Helstu hugtök skilgreind og fjallað um hnattvæðingu og stöðu þróunarlanda í víðu samhengi. Orsakir og afleiðingar fátæktar í þróunarlöndum greindar, misskipting auðs og lífsgæða í heiminum. Borin eru saman þróunarlönd og þróuð lönd, fjallað um samskipti þeirra og íslenskt nútímasamfélag skoðað í því samhengi. Þróunarhjálp og þróunarsamvinna verður skilgreind í sögulegu ljósi. Kynntar verða helstu kenningar um þróun og þróunarsamvinnu. Lögð er áhersla á mannréttindi, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálfbærni. Markmiðið er að nemendur átti sig á mikilvægi meðvitundar um samábyrg gildi og viðhorf sem stuðla að jafnræði í heiminum og að auðlindir jarðar séu sameign allra. Nemendur eru hvattir til að taka þátt og hafa áhrif á umræðuna og beita sér á upplýstan og ábyrgan hátt í umræðum.
FÉLA2SF05(ms)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
starfsemi helstu alþjóðastofnana
þróunarlöndum, sögu þeirra og landafræði
hnattvæðingu, kostum hennar og göllum
þróun, sjálfbærni, fátækt og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
kenningum um þróunarsamvinnu og hugtök sem því tengist
grunnhugtökum þ.á.m. þróunarlönd, Suðrið, þriðji heimurinn og skilja af hverju þessi hugtök eru umdeild
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
bera saman ólíkar alþjóðastofnanir og átta sig á virkni þeirra
bera saman ólík þróunarlönd og skoða stöðu þeirra í samanburði við þróuð lönd
vinna með tölfræðilegar upplýsingar og túlkun þeirra
nota helstu kenningar sem tengjast þróunarsamvinnu og geta beitt þeim í ræðu og riti
vinna með og greina áreiðanlegar heimildir og fella þær að tjáningu í ræðu og riti
miðla fræðilegum texta á fjölbreyttan og skilmerkilegan hátt
greina upplýsingar og setja þær í fræðilegt samhengi
afla upplýsinga um afstöðu íslenskra stjórnvalda og almennings
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra valdaójafnvægi alþjóðakerfisins og tjá sig um ólíka virkni alþjóðastofnana
bera saman stöðu Íslands og þróunarlanda og miðla því í rituðu og töluðu máli
setja sig í spor íbúa á framandi slóðum og geta tjáð sig á ábyrgan hátt í rituðu og töluðu máli
fylgjast með þróun mála á sviði þróunarlanda, greina upplýsingar og taka þátt í umræðum á upplýstan og ábyrgan hátt
áhrif þróunarsamvinnu á þróunarlönd
greina orsakir og afleiðingar fátæktar í þróunarlöndunum og tengja það við kenningar og mannréttindi
bera saman ólíkar kenningar og hugmyndafræði og beita þeim á málefni áfangans
vinna með upplýsingar um þróunarlönd á gagnrýninn hátt
beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á námi sínu og unnið í samvinnu við aðra
Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.