Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668207645.77

    Lokaverkefni
    FÉLA3LO05(ms)
    25
    félagsfræði
    Lokaverkefni
    for inspection
    3
    5
    ms
    Lokaáfanginn er framhaldssáfangi í félagsfræði. Lögð er áhersla á að nemandi nýti sér þá þekkingu og færni sem hann hefur tileinkað sér úr félagsfræðinámi sínu í skólanum með sérstakri áherslu á aðferðafræði, rannsóknarvinnu og heimildaöflun. Nemendur velja sér rannsóknarefni í samráði við kennara hverju sinni. Í rannsókn sinni geta nemendur byggt á fyrri þekkingu úr námi sínu. Nemendur vinna rannsóknarverkefni ýmist sem einstaklings-, para- eða hópverkefni. Að rannsóknarvinnu lokinni er unnin rannsóknarskýrsla og annað kynningarefni. Nemendum er ætlað að kynna rannsókn sína fyrir samnemendum t.d. á veggspjöldum, myndbandi, vefsíðu, bæklingi eða glærum. Áhersla er á sjálfstæð vinnubrögð nemenda undir leiðsögn kennara.
    5 fein á 3. þrepi í félagsfræði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum sem notast er við í rannsóknum félagsvísinda, megindlegum og eigindlegum rannsóknum, kostum þeirra og göllum
    • kenningarlegum sjónarhornum félagsvísinda og þeim kenningum sem undir þau heyra
    • helstu hugtökum félagsvísinda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera raunhæfar áætlanir um rannsóknarvinnu
    • skipuleggja sérhæft rannsóknarverkefni í félagsvísindum
    • beita mismunandi rannsóknaraðferðum
    • leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henta best við mismunandi aðstæður og á mismunandi rannsóknarefni
    • velja kenningarlega nálgun út frá viðfangsefni
    • útbúa rannsóknarspurningar og framkvæma rannsókn
    • nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni til að safna heimilda og gagna
    • lesa fræðilegan texta um rannsóknir
    • setja fram niðurstöður rannsókna, þ.á.m. myndir og gröf
    • vinna vandaða rannsókn og skrifa rannsóknarskýrslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna frumkvæði, öguð og sjálfstæð vinnubrögð
    • vinna úr og túlka niðurstöður gagna, þ.á.m. myndir og gröf
    • leggja gagnýnið mat á gæði rannsóknarinnar
    • nýta sér þekkingu í meðferð heimilda og geta greint á milli og lagt mat á áreiðanleika heimilda
    • beita kenningum og hugtökum í eigin rannsóknum
    • útskýra, greina, draga ályktun af og miðla niðurstöðum rannsóknar
    • taka þátt í og stjórna upplýstri umræðu um málefni er snerta samfélagsmál
    • taka ábyrgð á eigin námi
    • tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt, draga ályktanir og rökstyðja í fræðilegu samhengi
    Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.