Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668521421.17

    Forritun, iðntölvur og skjámyndir
    RÖKV4FS05
    4
    stýringar og rökrásir
    forritun, iðntölvur, reglun og skjámyndir
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Í áfanganum er fjallað um stærri samsettar iðntölvur, eiginleika þeirra og tengingar við skjámyndakerfi. Nemendur fá kennslu og þjálfun í forritun iðntölva með ladder auk ýmissa hjálpartækja svosem reikniblokkum og breytiblokkum. Nemendur nota hliðræna innganga og útganga og læra að láta hliðræna útganga stjórna hraðabreytum. Nemendur forrita flóknari skjámynir. Þá fá nemendur æfingu í að tengja ytri búnað við iðntölvu.
    RÖKV3HS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öllum helstu skipunum stafrænnar - og hliðænnar virkni
    • möguleikum í samtengingu iðntölva og skjámynda
    • aðgerðaskjám og notkun þeirra
    • tengingum við hraðabreyta
    • reikniaðgerðum í forritun
    • notkun hliðrænna útganga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • forrita iðntölvur í ladder og virkniblokkum
    • forrita minni skjámyndakerfi
    • tengja iðntölvur við ytri búnað s.s. skynjara og skjái
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hanna stýringar
    • vinna með hliðræn og stafræn merki
    • hanna og vinna með skjámyndir
    • tengja saman iðntölvur og skjámyndakerfi
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.