Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668535467.99

    Lestur, ritun og menningarsaga
    ÍSLE2RA05
    75
    íslenska
    Lestur, ritun og menningarsaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Viðfangsefni áfangans er lestur, ritun, mál- og menningarsaga. Lesnar eru fornar og nýjar bókmenntir. Í tengslum við goðafræði og miðaldakvæði eru unnin margvísleg einstaklings- og hópverkefni og lögð áhersla á að nemendur tengi efnið við umhverfi sitt og samtíma. Við lestur nýrra bókmennta er áfram unnið með lesskilning, orðaforða og bókmenntagreiningu. Í málsögu eru fjölbreytt verkefni unnin og lögð áhersla á að nemendur tengi fræðsluna við samtíma sinn og eigin málnotkun. Við ritun heimildaritgerðar er fjallað um meðferð heimilda, byggingu, mál og stíl og frágang.
    ÍSLE2LN05 (ÍSL2A05).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi norrænnar goðafræði og eddukvæða í íslenskri bókmenntasögu.
    • hvernig hægt er að vinna með menningararf þjóðarinnar.
    • orðaforða sem nægir til að skilja íslenskar miðaldabókmenntir og nútímabókmenntir.
    • grunnhugtökum í bókmenntafræði og bragfræði.
    • sögu og þróun íslenskrar tungu.
    • meginatriðum ritunar og heimildavinnu.
    • muninum á talmáli og ritmáli.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa, greina og túlka miðaldatexta og nútímatexta og vinna úr þeim á fjölbreyttan hátt.
    • vinna með þekkingu á íslenskri málsögu.
    • vinna skipulega úr heimildum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina, túlka og fjalla um bókmenntir, fornar og nýjar, sem metið er með skriflegum og munnlegum verkefnum og prófum.
    • nota mismunandi málsnið sem metið er með skriflegum og munnlegum verkefnum.
    • tjá sig um sögu íslenskunnar og stöðu hennar sem metið er með skriflegum og munnlegum verkefnum.
    • vinna með heimildir sem metið er með skriflegu verkefni.
    Skrifleg verkefni, kynningar og próf.