Viðfangsefni áfangans er íslenskar bókmenntir frá 1200 fram á 20. öld. Farið er í valda texta, ljóð og laust mál frá tímabilinu. Auk þess er lesin nútímaskáldsaga tengd tímabilinu. Áhersla er lögð á túlkun texta og skilning á því samfélagi sem þeir eru sprottnir úr.
ÍSLE2RA05 (ÍSL2B05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
völdum verkum frá tímabilinu.
meginlínum í bókmenntasögu tímabilsins.
íslensku samfélagi og þeim hugmyndum sem verkin spretta úr.
grunnhugtökum í bókmenntafræði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa margvíslega texta frá tímabilinu.
lesa langa skáldsögu og fjalla um inntak hennar.
greina ljóð og texta með bókmenntahugtökum.
tjá sig um bókmenntir tímabilsins.
skrifa um mismunandi gerðir íslenskra bókmennta.
vinna heimildaverkefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa stórt bókmenntaverk og öðlast yfirsýn yfir það sem metið er með prófum, kynningum, umræðum og verkefnum.
túlka bókmenntatexta og tengja þá bókmenntasögu og samfélagi tímabilsins sem metið er með umræðum, prófum og verkefnum.
vinna í hóp sem metið er í hópverkefnum.
tjá sig á skýru og góðu máli í ræðu og riti sem metið er með umræðum, kynningum og verkefnum.
tengja efni áfangans samtíð sinni sem metið er með umræðum, prófum og verkefnum.