Í áfanganum verður farið yfir hlutverk forritunar í hugbúnaðargerð og nemendum kynnt helstu undirstöðuatriðum forritunar. Nemendur fá þjálfun í forritun, meðal annars skilyrðissetningum, slaufum, fylki, breytum, strengjavinnslu, gildisveitingum og fleira. Í áfanganum er jafnframt farið yfir grunnhugtök forritunarmálsins og nemendur þjálfaðir í að finna lausnarmiðaðar aðferðir til að leysa verkefni. Nemendur læra að skipta forriti niður í einingar með það að markmiði að einfalda forritunina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum forritunarmála.
helstu grunneiningum forritunarmáls.
gildi þróunarumhverfis til að þýða og þróa forrit.
undirbúningsvinnu við forritun.
skilyrtum setningum.
mismunandi gagnabreytum.
virkni lykkjusetninga.
fylkjavinnslu og strengjavinnslu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skissa upp hugmynd að forritunarverkefni.
búa til forrit sem tekur við gögnum frá notanda og skilar niðurstöðum.
skrifa einföld keyrsluforrit.
nota gagnaskipanir eins og skilyrði, lykkjur og föll.
nota samþætt þróunarumhverfi til að þýða forrit.
lesa kóða.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita skipulögðum og öguðum aðferðum við lausn ýmissa forritunar verkefna sem metið er með skriflegum hóp- og einstaklingsverkefnum, hlutaprófum og kynningum.
brjóta forrit upp í smærri einingar sem vinna saman og samið einföld forrit, sem leysa eiga ákveðin verkefni, sem metið er með hóp- og einstaklingsverkefnum, umræðum og kynningum.
Áfanginn er símatsáfangi sem byggir á hóp- og einstaklingsverkefnum, kynningum, umræðum í tímum og hlutaprófum.