Áfanginn er framhaldsáfangi þar sem nemendur kynnast reikniritum, hönnun þeirra og notkun. Farið verður sérstaklega í það sem kallað er hlutbundin forritun (þ.e. OOP) og gagnaskipan. Hvað varðar þátt gagnaskipunar þá verður komið inn á ýmiss grunnatriði líkt og röðun, leit, tengda lista o.fl.. Nemendur kynnast klasasöfnun og vinna verkefni sem gefa þeim innsýn í hlutbundna forritun.
Forritun 1
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhugmyndum reiknirita.
forritun reiknirita.
grunnþáttum OOP.
erfðum.
fjölvirkni.
byggingu klasasafna.
helstu atriðum gagnaskipunar og röðun gagna.
leitaraðferðum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hagnýta reiknirit til lausna.
nýta klasasöfn.
smíða eigin klasa.
skrifa hlutbundin forrit.
vinna með mismunandi gagnaskipan.
nýta hefðbundin reiknirit til leitar- og röðunar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrifa forrit sem inniheldur vel skilgreind reiknirit sem metið er með skriflegum verkefnum, hlutaprófum og kynningum.
skrifa klasa sem nýtist til lausnar á ýmsum verkefnum sem metið er með einstaklings- og hópverkefnum, hlutaprófum og kynningum.
nýta hefðbundna gagnskipan í forritun sem metið er með skriflegum verkefnum, umræðum í tíma og hlutaprófum.
Áfanginn er símatsáfangi sem byggir á hóp- og einstaklingsverkefnum, kynningum, umræðum í tíma og hlutaprófum.