Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1668621652.02

    Forritun 3
    FORS3FF05
    1
    Forritun
    Foritun - framhald
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum fást nemendur við forritun í víðara samhengi en í fyrri áföngum. Farið er nánar í smíði og hönnun forrita með myndrænum notendaskilum. Haldið er áfram að vinna með strengi, slaufur, fylki, lista og skráarvinnslu. Farið í hlutbundna forritun. Nemendur fá kynningu á myndrænni framsetningu sem hægt er að nýta til tölvuleikjagerðar. Lögð er mikil áhersla á að nemendur verði sjálfstæðir í vinnubrögðum og að þeir læri að afla sér þekkingar á netinu. Nemendur velja sér sjálfir áhugasvið og afla sér þekkingar innan þess til að geta hannað og búið til flóknari forrit.
    Forritun 2
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hönnun forrita.
    • uppsetningu og uppbyggingu forrita.
    • hlutbundinni forritun.
    • myndrænu notendaviðmóti.
    • hvernig vinnutilhögun á forriti fer fram allt frá hugmyndavinnu til lokaafurðar.
    • villugreiningu forrita.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fá hugmyndir að forritum.
    • hanna forrit.
    • setja saman langan forritunarkóða.
    • búa til myndrænt notendaviðmót.
    • afla sér þekkingar á netinu.
    • finna villur í forritum og laga þær.
    • setja upp forrit á læsilegan hátt með góðum skýringartexta.
    • nota öguð og vönduð vinnubrögð.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • smíða aðlaðandi notendaviðmót, búa til sinn eigin tölvuleik og hannað og útbúa sitt eigið forrit. Hæfni nemenda er metin með hóp- og einstaklingsverkefnum, umræðum í tímum og kynningum.
    • prófa önnur forrit og finna út hvort virkni þess sé í samræmi við það sem til var ætlast, auk þess að bregðast rétt við atvikum sem upp kunna að koma við forritun og vita hvert á að snúa sér í upplýsingaleit. Hæfnin er metin með hóp- og einstaklingsverkefnum, kynningum og umræðum í tíma.
    Áfanginn er símatsáfangi og byggir matið á stærri og smærri hóp- og einstaklingsverkefnum, kynningum og umræðum í tíma.