Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1670506879.17

    Forritanlegar raflagnir og lýsingatækni
    LÝFR3FL05
    6
    Lýsingatækni og forritun
    Lýsingatækni og forritanlega lagnakerfi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér undirstöðuþætti lýsinga- og forritanlegra hússtjórnarkerfa. Í lýsingakerfum þjálfast nemendur m.a. í útreikningum á birtu og ljósflæði sem og kostnaði við uppsetningu og rekstur með hliðsjón af mismunandi aðstæðum og ólíkum lýsingakerfum. Einnig er lögð áhersla á skipulag og frágang lýsingakerfa almennt. Hugtök og reglur er varða mismunandi staðsetningar ljósa við ólíkar aðstæður. Nemendum eru kenndar reikniaðferðir, hagnýta útfærslu og ljósmælinga ásamt því að læra á lýsingarforrit. Nemendur læra uppsetningu hússtjórnarkerfa ásamt efnisvali og möguleikum búnaðar til stjórnunar þeirra. Farið er í virkni einstakra íhluta, læra forritun þannig að nemendur fá þjálfun í uppsetningu búnaðar og eru færir um að leiðbeina öðrum um notkun hans. Nemendur læra forritun hússtjórnarkerfa ásamt frágangi á tæknilegum skjölum og útbúa handbækur um kerfin
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Almennum mælitækjum til ljósmælinga
    • Amk. einu tölvuforriti til útreikninga á lýsingarkerfi
    • Mismunandi gerðum ljósgjafa með tilliti til ljósdreifikúrfa, ljósnýtni og endingartíma
    • Beinni og óbeinni lýsingu, ljóslit (ljóshitastigi) og litaendurgjöf
    • Helstu möguleikum forritanlegra hússtjórnarkerfa
    • Íhlutum hússtjórnarkerfa og vera fær um að tengja og virkja búnaðinn
    • Möguleikum á samtengingu mismunandi hússtjórnarkerfa við lausn verkefna
    • Frágangi tæknilegra skjala og teikninga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Velja viðeigandi búnað í hverju verkefni.
    • Velja viðeigandi ljósgjafa við mismunandi aðstæður með tilliti til umhverfis, litarendurgjafar og endurkasts
    • Nota sérbúin forrit til birtuútreikninga
    • Reikna út birtu m.t.t. aðstæðna og mismunandi lýsingakerfa
    • Reikna út kostnað við rekstur kerfa
    • Leggja og tengja raf og samskiptalagnir fyrir hússtjórnarkerfi
    • Skipuleggja og ganga frá skjölum ásamt lagnateikningum hússtjórnarkerfa
    • Tengja og ganga frá búnaði
    • Forrita og virkja búnað
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Útskýra heiti og hugtök er varða lýsingakerfi
    • Leiðbeina við uppsetningu og frágang lýsingar- og hússtjórnarkerfa.
    • Nýta aðferðir við birtu- og kostnaðarútreikninga mismunandi lýsingarkerfa
    • Ráðleggja um uppbyggingu mismunandi forritanlegra hússtjórnarkerfa og útskýra virkni einstakra íhluta við lausnir verkefna
    • Tengja og virkja búnað
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.