Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér undirstöðuþætti lýsinga- og forritanlegra hússtjórnarkerfa. Í lýsingakerfum þjálfast nemendur m.a. í útreikningum á birtu og ljósflæði sem og kostnaði við uppsetningu og rekstur með hliðsjón af mismunandi aðstæðum og ólíkum lýsingakerfum. Einnig er lögð áhersla á skipulag og frágang lýsingakerfa almennt. Hugtök og reglur er varða mismunandi staðsetningar ljósa við ólíkar aðstæður. Nemendum eru kenndar reikniaðferðir, hagnýta útfærslu og ljósmælinga ásamt því að læra á lýsingarforrit. Nemendur læra uppsetningu hússtjórnarkerfa ásamt efnisvali og möguleikum búnaðar til stjórnunar þeirra. Farið er í virkni einstakra íhluta, læra forritun þannig að nemendur fá þjálfun í uppsetningu búnaðar og eru færir um að leiðbeina öðrum um notkun hans. Nemendur læra forritun hússtjórnarkerfa ásamt frágangi á tæknilegum skjölum og útbúa handbækur um kerfin
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Almennum mælitækjum til ljósmælinga
Amk. einu tölvuforriti til útreikninga á lýsingarkerfi
Mismunandi gerðum ljósgjafa með tilliti til ljósdreifikúrfa, ljósnýtni og endingartíma
Beinni og óbeinni lýsingu, ljóslit (ljóshitastigi) og litaendurgjöf
Helstu möguleikum forritanlegra hússtjórnarkerfa
Íhlutum hússtjórnarkerfa og vera fær um að tengja og virkja búnaðinn
Möguleikum á samtengingu mismunandi hússtjórnarkerfa við lausn verkefna
Frágangi tæknilegra skjala og teikninga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Velja viðeigandi búnað í hverju verkefni.
Velja viðeigandi ljósgjafa við mismunandi aðstæður með tilliti til umhverfis, litarendurgjafar og endurkasts
Nota sérbúin forrit til birtuútreikninga
Reikna út birtu m.t.t. aðstæðna og mismunandi lýsingakerfa
Reikna út kostnað við rekstur kerfa
Leggja og tengja raf og samskiptalagnir fyrir hússtjórnarkerfi
Skipuleggja og ganga frá skjölum ásamt lagnateikningum hússtjórnarkerfa
Tengja og ganga frá búnaði
Forrita og virkja búnað
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Útskýra heiti og hugtök er varða lýsingakerfi
Leiðbeina við uppsetningu og frágang lýsingar- og hússtjórnarkerfa.
Nýta aðferðir við birtu- og kostnaðarútreikninga mismunandi lýsingarkerfa
Ráðleggja um uppbyggingu mismunandi forritanlegra hússtjórnarkerfa og útskýra virkni einstakra íhluta við lausnir verkefna
Tengja og virkja búnað
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.