Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1671101283.28

    Inngangur að sálfræði
    SÁLF3IS05
    44
    sálfræði
    inngangur að sálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Þessi áfangi kynnir sálfræði sem fræðigrein, eðli hennar, sögu, þróun og helstu rannsóknir og viðfangsefni. Fjallað verður um hvers konar fræðigrein sálfræðin sé og hvernig hún tengist daglegu lífi fólks. Kynntar verða helstu stefnur og hugtök, helstu viðfangsefni, kenningar um nám og minni ofl. Skoðað verður hvað sálfræðingar gera og hvernig þeir vinna með orsakaþætti hegðunar, hugsunar og tilfinninga. Hvað gerir okkur að þeirri manneskju sem við erum? Hvað mótar sjálfsmynd okkar?
    FÉLV1if05 og ÍSLE2mg05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun fræðigreinarinnar sálfræði
    • grundvallarhugmyndum sem móta kenningar í sálfræði
    • helstu frumkvöðlum í greininni
    • víðfeðmi sálfræðinnar og helstu undirgreinum hennar
    • hagnýtu gildi sálfræðinnar og mótunaröflum einstaklinga og hópa
    • leiðum sálfræðinnar til að skýra hugsun, hegðun og tilfinningar manneskjunnar
    • helstu kenningum um nám og minni og taugalífeðlisfræði hegðunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa í og skilja umfjöllun um helstu hugmyndir sem mótað hafa sálfræðina
    • beita algengustu hugtökum sálfræðinnar á skýran og skilmerkilegan máta
    • skoða eigin hegðun og annarra út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
    • skoða eigin hugsun og tilfinningar út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
    • tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt
    • vinna með fræðilegar heimildir og nota APA kerfið í heimildavinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis á sjálfan sig og aðra
    • gera sér grein fyrir samspili hegðunar, hugsunar og tilfinninga
    • geta með einföldum hætti yfirfært sálfræðilega þekkingu á sína eigin sjálfsmynd
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
    • afla upplýsinga, greina aðalatriði frá aukaatriðum og nýta upplýsingarnar
    • geta framkvæmt einfalda rannsókn og áttað sig á helstu niðurstöðum