Smáspennukerfi, greinatöflur og almenn húsarafmagnsvinna
Samþykkt af skóla
2
5
Í þessum áfanga er lögð áhersla á tengingar og efnisval á meðalstórum boðskiptakerfum s.s. tölvukerfi, símalagnir, dyrasímakerfi og ljósleiðara. Einnig verða tengd brunakerfi, gerðar mælingar og farið í bilanaleit í þessum kerfum. Í áfanganum eru einnig unnin fjölbreytt raunveruleg raflagnavinna í smáhýsi auk þess að gera magntöluskrá.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lagningu bruna og boðskiptalagna
mismunandi gerðum kapla eftir aðstæðum
uppbyggingu minni veitna og mikilvægi efnisvals í þær
frágangi lagna í raunverulegum aðstæðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leggja og tengja síma-, hljóð-, mynd- og tölvulagnir á fagmannlegan hátt
setja upp og tengja mismunandi brunakerfi
bilanagreina smáspennukerfi og lagfæra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leggja raflagnir og tengja í minni veitur
forðast hættur bæði í vinnu við rafmagn og umgengni á vinnustöðum
skipuleggja starf sitt og beita faglegum vinnubrögðum.
tengja dyrasímakerfi og mæla út bilanir
ganga frá lögnum að brunakerfum og viðverukerfum
Tengja stjórnstöðvar brunakerfa
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.