Rafvélar, spennar, þriggja fasa riðstraumur og uppbygging háspennu
Samþykkt af skóla
3
5
Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu og virkni rafvéla fyrir rakstraum og riðstraum og sérstök áhersla lögð á þriggja fasa kerfi og búnað þeirra t.d. rafala, hitatæki, spenna og mótora. Farið er yfir myndun hverfisegulsviðs og áhrif þess í spanmótorum. Fjallað er um tengingar á þriggjafasa spennum og vélum og gerðar tengimyndir af þeim samkvæmt viðurkenndum stöðlum. Gerð er grein fyrir helstu þriggjafasa mælitækjum og tengingu þeirra og fjallað um áhrif bilana á rekstur þrífasa kerfa. Leyst eru einföld verkefni er varða rekstur þriggjafasa spenna, tækja og véla. Jafnframt er tekið fyrir uppbygging og saga raforkukerfisins á Íslandi, allt frá því að vinnsla raforku hófst til dagsins í dag. Kynnt eru áhrif raforkuvinnslu á menningu og umhverfi. Farið er yfir möguleika mismunandi orkugjafa auk vatnsorku, s.s gufuorku, sólarorku og vindorku. Fjallað er um rafala í raforkuverum og þann stjórnbúnað sem fylgir rekstri þeirra.
RAMV3RM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
myndun þrífasa hverfisegulsviðs
tengingum þrífasa spenna, tækja og véla
töpum í þrífasa búnaði
fasviki í þrífasa búnaði og leiðréttingu á því
virknimyndum þrífasa búnaðar
vektormyndum þrífasa búnaðar
uppbyggingu raforkukerfisins á Íslandi
jarðskautum og hlutverki þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna tengimyndir þrífasa spenna, tækja og vél
teikna vektoramyndir þrífasa búnaðar
reikna strauma, spennur, afl og fasvik í þrífasa búnaði
reikna stærð á búnaði til að leiðrétta fasvik í þrífasa kerfum
reikna út spennufall og afltöp háspennulína
mæla og greina truflanir í rafkerfum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa leiðbeiningar og merkiskilti ýmisskonar þrífasa búnaðar
tengja þrífasa búnað við veitukerfi eftir upplýsingum á merkiskilti viðkomandi tækis
leiðbeina um val á búnaði og lögnum í viðkomandi veitukerfi
skilja og meta hinar ýmsu gerðir raforkuframleiðslu, þar með kosti og takmarkanir
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.