Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1673966083.09

    Afreksíþróttasvið 1a
    AFÍÞ1AA05
    11
    Afreksíþróttir
    Afreksíþróttasvið 1
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er þríþættur og byggir fyrsti þátturinn á tækniþjálfun sem er sérsniðin að viðkomandi íþróttagreingrein. Annar þátturinn felst í styrkþjálfun þar sem lögð er áhersla á líkamlega styrktar- og liðleikaþjálfun. Þriðji þátturinn er fagbókleg kennsla þar sem áhersla er á kennslu grunnþátta næringar íþróttafólks, markmiðasetningu, heilbrigðs lífsstíls, liðsheildar, mikilvægis svefns og hvíldar, íþróttameiðsla og viðbragða við þeim auk þess sem stefnt er að því að fara í vettvangs- og hópeflisferð tengda náminu. Áhersla í styrktarþjálfun verður á að kenna styrktaræfingar með áherslu á beygjur og réttur og líkamsstöðu. Viðbrögð við meiðslum og hvernig er hægt að vinna í kringum þau eru meðal áhersluþátta áfangans. Ríkar kröfur eru gerðar til nemenda um góða ástundun og námsárangur.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Grunnatriðum þess að setja sér markmið og hvernig hægt sé að búa þau til skref fyrir skre
    • Mikilvægi liðsheildar og að allir séu mikilvægir
    • Hvernig bregðast skuli minniháttar meiðslum
    • Jákvæðum áhrifum heilbrigðs lífstíls á árangur í íþróttum, s.s. nægs svefns, hvíldar og næringar
    • Grunntækniatriðum í viðkomandi íþróttagrein
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Á́stunda góða og rétta líkamsbeitingu við þjálfun styrks og afls
    • Framkvæma einföld tæknileg atriði í grundvallarhreyfingum í viðkomandi íþróttagrein
    • Bregðast við meiðslum
    • Fylgja eftir æfinga- og markmiðadagbók
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Meta eigin venjur varðandi svefn, hvíld og gera sér grein fyrir hollum lífsstíl
    • Meta með skýrslu eftir önnina í hverju nemandi telur sig hafa bætt sig og hvaða fræðsla hafi vakið mestan áhuga
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.