Áfanginn er þríþættur og byggir fyrsti þátturinn á tækniþjálfun sem er sérsniðin að
viðkomandi íþróttagreingrein. Annar þátturinn felst í styrkþjálfun þar sem lögð er áhersla á
líkamlega styrktar- og liðleikaþjálfun. Þriðji þátturinn er fagbókleg kennsla þar sem áhersla
er á kennslu grunnþátta næringar íþróttafólks, markmiðasetningu, heilbrigðs lífsstíls,
liðsheildar, mikilvægis svefns og hvíldar, íþróttameiðsla og viðbragða við þeim auk þess sem stefnt er að því að fara í vettvangs- og hópeflisferð tengda náminu.
Áhersla í styrktarþjálfun verður á að kenna styrktaræfingar með áherslu á beygjur og réttur
og líkamsstöðu. Viðbrögð við meiðslum og hvernig er hægt að vinna í kringum þau eru meðal áhersluþátta áfangans.
Ríkar kröfur eru gerðar til nemenda um góða ástundun og námsárangur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Grunnatriðum þess að setja sér markmið og hvernig hægt sé að búa þau til skref fyrir skre