Áfanginn er þríþættur og byggir fyrsti þátturinn á tækniþjálfun sem er sérsniðin að
viðkomandi íþróttagreingrein. Annar þátturinn felst í styrkþjálfun þar sem lögð er áhersla á
líkamlega styrktar- og liðleikaþjálfun. Þriðji þátturinn er fagbókleg kennsla þar sem
markmiðið er að efla vitneskju nemanda um íþróttir og þá þætti íþrótta sem gætu hjálpað
nemendum að ná lengra. Nemendur öðlist skilning á hvernig þau eiga að æfa í eigin tíma,
læri að setja sér raunhæf og fagmannleg markmið og kunni að kljást við hindranir (meiðsli,
stress, lítið sjálfstraust) sem gætu komið upp við íþróttaiðkun þeirra.
Ríkar kröfur eru gerðar til nemenda um góða ástundun og námsárangur
Hafa lokið 10 einingum á fyrsta þrepi á afreksíþróttasviði
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hvernig skal setja sér fagleg markmið, sem efla nemanda bæði hvað varð hugarfar og frammistöðu
Uppsetningu faglegra styrktaræfinga fyrir sjálft sig með réttri álagstýringu, tíðni og ákefð með tilliti til sinnar íþróttar
Mismunandi vöðvum líkamans, hvernig er hægt að nýta virkni þeirra til þess að forðast meiðsli og hvernig skal styrkja mismunandi vöðva til frammistöðubætinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Ástunda góða og rétta líkamsbeitingu í þjálfun styrks og afls