Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1675074552.95

    Grunnáfangi í stærðfræði
    STÆR2GS05
    135
    stærðfræði
    grunnaðgerðir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði og nákvæmni í framsetningu. Markmiðið er að nemendur fái æfingu í meðferð talna og lausnum á verkefnum. Meginviðfangsefni áfangans er bók- stafareikningur, þ.e. forgangsröð aðgerða, brotareikningur, liðun og þáttun, veldi og ferningsrætur og jöfnur. Farið verður farið í hnitakerfið og jöfnu beinnar línu. Að lokum verður farið í hlutföll og prósentureikning.
    STÆR1GS05 eða hæfniseinkunn B úr grunnskóla
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum talnareiknings fyrir aðgerðir með samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu
    • forgangsröðun aðgerða og algengum stærðfræðitáknum
    • liðun og þáttun
    • veldi og rótum
    • undirstöðuatriðum bókstafareiknings
    • jöfnum
    • hnitakerfi og jöfnu beinnar línu
    • brotum, hlutföllum og prósentureikningi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota algeng stærðfræðitákn og túlka þau í mæltu máli
    • leysa verkefni með forgangsröðun aðgerða
    • nota algebru við lausn einfaldra verkefna
    • setja upp einfaldar jöfnur og leysa þær
    • leysa verkefni með brotum, hlutföllum  og prósentum
    • vinna með jöfnu beinnar línu í hnitakerfi
    • einfalda svör og námunda tölur þar sem það á við
    • nota einfalda reiknivél og/eða önnur hjálpartæki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum
    • skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt
    • beita skipulegum aðferðum við lausn stærðfræðilegra verkefna
    • útskýra lausnaraðferðir sínar á verkefnum
    Fjölbreytt námsmat með áherslu á leiðsagnarmat