Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1675076664.84

    Jöfnur og algebra
    STÆR2JA05
    136
    stærðfræði
    Jöfnur, algebra
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er unnið með liðun, þáttun, jöfnu beinnar línu, 2. stigs jöfnur, fleygboga, talningarfræði, margliður og ójöfnur, veldi og rætur, föll, gröf og hagnýtingu hornafalla.
    STÆR2GS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • deilanleika og frumþáttun talna, lotutugabrotum, náttúrulegum tölum, heilum tölum, ræðum tölum, rauntölum og bilum á rauntalnaásnum
    • undirstöðureglum talna- og bókstafareiknings og algildi
    • jöfnum af fyrsta og öðru stigi og ójöfnum
    • veldum, rótum og veldareglum
    • margliðum; þáttun, núllstöðvum og deilingu þeirra
    • beinum línum og fleygbogum og skurðpunktum grafa
    • föllum og hnitakerfi
    • hagnýtingu hornafalla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa jöfnur og ójöfnur
    • beita veldareglum og meðhöndla rætur og brotna veldisvísa
    • finna núllstöðvar margliða, deila margliðum og þátta þær
    • meðhöndla föll og gröf
    • hagnýta hornaföll
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
    Fjölbreytt námsmat með áherslu á leiðsagnarmat.