Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1675090967.6

    Ályktunartölfræði
    STÆR3ÁT05
    130
    stærðfræði
    Tölfræði, ályktunartölfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um nokkrar aðferðir sem notaðar eru til að draga tölfræðilegar ályktanir. Nemendur læra að draga ályktanir um þýði á grundvelli úrtaka, setja fram tilgátur og prófa þær. Farið verður yfir helstu líkindadreifingar, grunnatriði úrtaksfræða, úrtaksdreifingu, höfuðsetningu tölfræðinnar, öryggisbil, tilgátupróf, fylgnireikninga og aðhvarfsgreiningu.
    STÆR2LT05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því hvernig vinna skal með gögn og reikna lýsistærðir
    • helstu líkindadreifingum
    • grunnatriðum úrtaksfræða
    • höfuðsetningu tölfræðinnar
    • öryggisbilum, öryggismörkum og öryggisstigum
    • tilgátuprófum
    • fylgni og einfaldri línulegri aðhvarfsgreiningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með gögn og draga ályktanir af þeim
    • vinna með líkindadreifingar
    • reikna öryggisbil
    • setja fram tilgátur og framkvæma tilgátupróf
    • túlka fylgnistuðla
    • nýta tölfræðiforrit við vinnslu og framsetningu tölfræðilegra gagna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra viðfangsefna og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
    • skrá niður lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
    • geta meðtekið og túlkað útskýringar og röksemdir annarra í mæltu máli og í texta
    • leysa stærðfræðileg viðfangsefni í öðrum námsgreinum og í daglegu lífi með því að beita gagnrýninni og skapandi hugsun
    Fjölbreytt námsmat með áherslu á leiðsagnarmat.