Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1675786208.77

    Líffæra- og lífeðlisfræði 2
    LÍOL2IL05
    20
    líffæra og lífeðlisfræði
    innri líffæri
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður farið yfir grundvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði. Valin atriði úr námsefninu verða tekin fyrir í skilaverkefnum eftir hvern kafla til dýpri skilnings og þekkingar. Megin viðfangsefnin eru: Flutningur og varnir þar sem fjallað er um blóð, hjarta, hringrásakerfið og varnarkerfi líkmans. Loftnám, fæða og orka þar sem fræðst er um öndunarfæri, meltingarfæri, næringu og efnaskipti. Fjallað er um þvagfæri og vökva- og rafvakajafnvægi. Í lok áfangans er farið yfir æxlun, þroska og ágrip af erfðafræði.
    LÍOL2SS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • starfsemi vefja og líffæra í hringrásar-, vessa-, meltingar-, öndunar-, þvagfæra- og æxlunarkerfi
    • einkennum blóðs og hlutverki þess í líkamanum
    • eðli hjartsláttar og þeirra þátta sem ákvarða og stjórna blóðþrýstingi
    • mismunandi þáttum ónæmiskerfisins
    • mikilvægi vökva- og rafvakajafnvægis í líkamanum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota fræðiheiti fyrir líffæri og líffærahluta
    • útskýra heilbrigða byggingu og starfsemi hringrásar-, vessa-, meltingar-, öndunar-, þvagfæra- og æxlunarkerfis
    • geta greint frá helstu frávikum frá eðlilegri starfsemi líffærakerfa
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta þekkingu sína í líffæra- og lífeðlisfræði í öðrum námsgreinum
    • geta sýnt fram á hvernig lífshættir geta haft áhrif á heilbrigði líkamans
    • þekkja megin frákvik í starfsemi líffærakerfa líkamans
    • nýta sér við frekara nám í heilbrigðis- eða náttúruvísindum
    Áfanginn byggir á fjölda fjölbreyttra verkefna og áhersla lögð á leiðsagnarmat.