Í þessum grunnáfanga í bridds er farið í alla helstu grunnþætti spilsins. Nemendur byrja á því að læra einfaldaða útgáfu sem nefnist míníbridds þar sem stigagjöf, spilamat, úrspilun og vörn eru í forgrunni. Í framhaldi af því er farið að spila hefbundið bridds með notkun sagnkerfis. Í þessum grunnáfanga læra nemendur Standard sagnkerfið í nokkuð einfaldri mynd. Í kennslustundum er blandað saman æfingum og spilamennsku. Töluvert er spilað á internetinu og skrá nemendur sig á BridgeBase þar sem hægt er að setja upp ákveðna tegund af spilahöndum og greina síðan spilin í hópumræðum á eftir. Nemendur spila auk þess sín á milli á netinu og/eða á nýliðamótum Bridgesambandsins.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mínibridds
grunnreglum í Bridds
mismunandi stigakerfum
standard sagnkerfinu
notkun sagnabakka og hegðunarreglum við spilaborðið
notkun briddsforrita á netinu og hegðunarreglum í netheimum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meta styrk spila og tjá þann styrk með sagnkerfi
vinna með spilafélaga til að ná réttum samningi
gera spilaáætlun sem sagnhafi til að ná hámarksfjölda slaga
vinna með spilafélaga í vörn með leyfilegum merkingum
reikna út stig á mismunandi formi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna samvinnu og umburðarlyndi með spilafélögum
vinna skipulega að settum markmiðum
þróa sinn eigin spilastíl
þróa hæfni í áætlunargerð
spila bridds sér til ánægju og yndisauka
Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin yfir önnina. Áhersla á umsagnir og endurgjöf. Engin skrifleg lokapróf.