Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1676644794.02

  Eðlisfræði: Aflfræði
  EÐLI2AF05
  34
  eðlisfræði
  aflfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum fyrsta áfanga í eðlisfræði fyrir nemendur á náttúruvísindabraut verður farið í grunnatriði hreyfingar og aflfræði. Efnisatriðin eru hreyfing í einni vídd, kraftar, vinna, orka, skriðþungi og þrýstingur.
  Gert er ráð fyrir að nemendur hafi náð góðum tökum á meðferð talna, SI einingakerfinu og markverðum stöfum. Einnig að þeir þekki vel eðlisfræðileg hugtök úr námsefni grunnskólans s.s. massa, þyngd og rúmmál.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • SI-einingakerfinum og afleiddum stærðum þess við lausn verkefna
  • Skilgreiningu a massa og þyngd
  • Hreyfingu hlutar í einni vídd
  • Fyrsta, öðru og þriðja lögmáli newtons
  • Helstu orkuformum og breytingu eins orkuforms í annað
  • Lögmálinu um varðveislu orkunnar
  • Skriðþunga og lögmálinu um varðveislu hans
  • Þrýstingi og lögmáli Arkimedesar um uppdrif
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Nota markverða tölustafi með viðeigandi einingum í útreikningum og umrita jöfnur
  • Nota 1., 2. og 3. lögmál Newtons við úrlausn verkefna
  • Sundirliða krafta og reikna krafta sem verka á hluti á hreyfingu
  • Leysa verkefni um varðveislu orkunnar m.a. um breytingu stöðuorku í hreyfiorku og hreyfiorku í varma
  • Beita lögmálinu um varðveislu skriðþungans
  • Reikna dæmi um þrýsting í lofti og vökva
  • Nota lögmál Arkimedesar til að reikna út uppdrif hluta
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Tengja eðlisfræði við raunveruleg viðfangsefni og gera sér grein fyrir notagildi hennar
  • Skýra fyrir öðrum og ræða um þau eðlisfræðilegu fyrirbæri sem hann hefur kynnst
  • Beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna úr námsefninu
  • Sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
  Fjölbreytt námsmat með áherslu á leiðsagnarmat.