Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1677056244.08

  Stafræn fatahönnun
  HÖNN1SF05
  21
  hönnun
  Stafræn fatahönnun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Markmið áfangans er að skapa vettvang fyrir hugmyndavinnu, lausnaleit og nýsköpun með því að skoða möguleika stafrænnar hönnunar með umhverfissjónarmið og sjálfbærni að leiðarljósi. Unnið er með sjón­ræna þætti eins og teikn­ingu, liti og form, rann­sóknir á umhverfi og sam­fé­lagi og út frá viðmiðum og tækifærum í atvinnulífinu. Nemendur nota hönnunarforrit og skoða og þjálfa viðmót og helstu verkfæri þess. Farið er í gegnum vinnuferli stafrænnar fatahönnunar og kynntar leiðir til að þjálfa og ná leikni í tískuteikningu og flötum vector-vinnuteikningum. Áhersla er á per­sónu­lega sýn í verk­efna­vinnu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ábyrgð og sjálfbærni í fatahönnun
  • helstu aðgerðum hjá hönnuðum og fyrirtækjum til að sporna gegn sóun
  • viðmóti og helstu verkfærum forritsins
  • hvernig tvívídd yfirfærist í þrívídd í forriti
  • helstu málsetningum í sníðagerð
  • fjölbreyttri hugmyndavinnu
  • aðferðafræði hönnunar
  • stafrænu hönnunarferli með það markmið að draga úr vistsporum í tískuheiminum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota forrit til að beita grunnfærni í tískuteikningu
  • nota forrit til að teikna snið með vector-vinnuteikningum
  • flokka og vista verkefni á aðgengilegan hátt
  • skipuleggja verkferla í forritinu
  • taka líkamsmál og yfirfæra á stafrænt Avatar
  • sjá fyrir sér hugmynd og útfæra hana í máli og myndum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • sýna frumkvæði og frumlega útfærslu í verkefnavinnu
  • sauma einfaldar flíkur á stafrænu formi
  • geta tjáð sig á skýran og ábyrgan hátt um eigin verk og annarra
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati yfir áfangann. Öll vinna, þátttaka og verkefni í áfanganum gilda til einkunnar