Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1677234981.88

    Hannyrðapönk
    HANN1HP02
    4
    hannyrðir
    Hannyrðapönk
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Hannyrðir/handverk + pönk = Hannyrðapönk Hannyrðapönk er frjálsleg þýðing á enska orðinu „craftivism“, sem er samsett úr ensku orðunum craft + activism. Hugtakið „craftivism“ á rætur að rekja til pönktímabilsins og hugmyndafræða pönksins. Með hannyrðapönki er listskapandinn að láta í ljós skoðanir, andóf og aktívisma með hannyrðum og handverki.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hannyrðapönki og sögu þess
    • Hannyrðapönki sem list
    • Sköpun hannyrðapönksverka
    • Sjálfstæðum vinnubrögðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota aðferðir hannyrða til að tjá sig
    • Útfæra og framkvæma eigin hugmyndir innan sviðs hannyrðapönks
    • Taka sjálfstæðar ákvarðanir um val á verki sem skal vinna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Móta hugmyndir að eigin hannyrðapönkverki
    • Ákveða aðferð og skapa eigið verk út frá hugmyndum sínum
    • Ræða og rökstyðja val á útfærslum verka