Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1677670445.62

    Ísland, Danmörk, fjölmenning
    ERLE1ÍD05
    1
    erlend samskipti
    Danmörk, fjölmenning, Ísland
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er fjallað um sögulegt samband Íslands og Danmerkur. Undirbúin er ferð til Kaupmannahafnar sem farin verður um miðja önn. Þar verða heimsóttir staðir sem tengjast sameiginlegri sögu landanna. Einnig er fjallað um alþjóðasamvinnu og mismunandi menningarheima sem nemendur fá tækifæri til að kynnast í ferðinni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögulegu sambandi Íslands og Danmerkur í grófum dráttum
    • helstu persónum sem hafa mótað sameiginlega sögu landanna
    • hlutverk Íslands í alþjóðasamvinnu
    • mikilvægi mismunandi menningarheima
    • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér margmiðlunarefni við öflun upplýsinga
    • vinna einn og í hópum
    • skipuleggja vettvangsferð á staði í Kaupmannahöfn sem tengjast sögu, menningu Íslands til að kynnast þeim að eigin raun
    • kynna staði og/eða fyrirbæri sem tengjast sögu, menningu og stjórnkerfi fyrir öðrum
    • undirbúa og taka þátt í fjölmenningarlegum samskiptum í Kaupmannahöfn
    • ræða við fólk með mismunandi menningarbakgrunni
    • kynna fjölmenningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um sameiginlega sögu Íslands og Danmerkur
    • fjalla um mikilvægi mismunandi menningarheima
    • flytja fjölbreytilegar kynningar tengdar viðfangsefninu fyrir framan hópa
    • gera kynningarmyndbönd og fræðsluefni fyrir vef
    • skila af sér vel uppsettu rituðu efni
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati yfir áfangann. Öll vinna, þátttaka og verkefni í áfanganum gilda til einkunnar