Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1677841271.39

    Alþjóðleg ferðamálafræði
    FERÐ1AF05
    1
    ferðamálafræði
    Alþjóðleg ferðamálafræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er farið yfir sögu ferðaþjónustunnar á alheimsvísu (ásamt Íslandi), þróun hennar og landafræði tengda henni. Helstu áfangastaðir í ferðaþjónustu um allan heim kynntir og hvað gerir þá að aðdráttarafli. Skoðaðir eru mismunandi hópar ferðamanna og hvað fær þá til að ferðast. Áhersla er lögð á að nemendur hljóta aukna þekkingu á helstu upplýsingamiðlum um áfangastaði og skipulagningu ferða um allan heim.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu ferðaþjónustunnar
    • ólíkum markhópum ferðamanna
    • ferli skipulagningar og undirbúnings ferða út í heim
    • neti samgangna um heiminn og möguleika til ferðalaga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja ferðir víða um heim
    • nýta sér ýmsa miðla til upplýsingaöflunar
    • nota ýmsa upplýsingamiðla og bókunarkerfi við skipulagningu ferða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leita upplýsinga um helstu ferðamannastaði í heiminum
    • nota alþjóðleg landakort og áreiðanlega miðla til að afla upplýsinga um einstaka staði/lönd
    • skipuleggja ferðir fyrir ákveðna hópa eða einstaklinga þar sem tekið er tillit til einkenna ferðamannastaða, framboðs afþreyingar, þjónustu, vegalengda og ferðamöguleika
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.