Viðfangsefni áfangans er almenn listfræði undir hatti listasögunnar og snýst að mestu um tæknilegan hluta listarinnar. Áfanginn er mjög góður undirbúningur undir hefðbundna listasögu, en stendur þó sjálfstæður. Listfræði fjallar um lögmál og meginreglur listarinnar, er þjálfun í myndgreiningu og myndlæsi sem felst í því að geta lesið myndmál eins og ritaðan texta. Listfræði fjallar um ýmis form sjónlista: málverk, höggmyndir, ljósmyndir og kvikmyndir, auk arkitektúrs og hönnunar. Farið er yfir flokkun listaverka, listastefnur, táknfræði (íkonagrafíu), liti og litafræði, listgagnrýni ofl. Hún kennir nemendum gagnrýna hugsun, listfræðilega orðanotkun og þjálfun í að setja hugsanir sínar og upplifun í orð, bæði í tal- og ritmáli.
SAGA2AA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
meginreglum og lögmálum listarinnar eins og línu, formi, áferð, rými, fjarvídd, litum og litafræði
helstu listastefnur og flokkun listaverka
tilgangi listarinnar í mannlegu samfélagi
hlutverki listagagnrýni
þróun listarinnar í gegnum söguna
færni í myndgreiningu og að lesa í listaverk og skilja viðfangsefni þeirra, listfræðilega tækni, tímasetja þau og geta þekkt listfræðileg einkenni listamanna
skilning á táknfræði t.d. í kristinni list, tilgangi þeirra og túlkun
mikilvægi listarinnar sem leið til að skilja fortíð mannsins og tengsl hennar við nútímann, því listsköpun er ein af elstu og þýðingarmestu athöfnum mannkynsins
listfræði og listasögu sem grundvallarþátt í mannlegri menningu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að skilja frumatriði og lögmál listarinnar
að sjá listbrigði eða gráa tóna í viðfangsefnum
í sjónrænni athugun
að púsla saman þekkingu sinni og fá heildstæða niðurstöðu
gagnrýnum lestri og að byggja upp traust rök
að flytja framsögu og setja fram á skýran hátt viðfangsefni og listfræðilega þætti
að taka þátt í umræðum og geta stutt mál sitt með rökum
að vinna að verkefnum með samnemendum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta áhrif listfræði sem grundvallarundirstöðu í sögu listarinnar
að hafa getu til að skilja og lesa listaverk í gegnum söguna sem og í nútímanum - í dýpt
að meta umfjöllun um listaverk í nútímamiðlum
að meta mikilvægi þróunar í listfræðilegri tjáningu mannsins
að skilja hversu einstæða sýn listin gefur okkur á fortíðina og sögu mannsins
að skilja hvernig maðurinn hefur notað listina til að tjá hugsanir sínar um lífið og tilverun, trúarlega þætti og eigið samfélag
að öðlast fjölbreytta þekkingu til að þroska dómgreindina
Tímaverkefni, netverkefni, netpróf, frjálst hópverkefni, umræður, heimildaþættir og lokapróf