Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1681915250.61

  Heilsa og hjólreiðar
  LÝÐH1HJ05
  50
  lýðheilsa
  Hjólreiðar
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur efli færni sína í hjólreiðum, og umhirðu reiðhjóls og kynnist fræðsluefni sem tengist umferðarfræðslu og hjólreiðum. Einnig skipulagningu ferðalags með gistingu þar sem nemendur skipuleggja matarinnkaup, kvöldvöku, gera útbúnarðarlista og fleira. Áhersla er lögð á heilsueflingu með reglulegum hjólreiðum innan- og utandyra og að auki verður farið í hópeflisleiki sem reyna á samvinnu og samkennd nemenda. Unnið verður markvisst með slökun og núvitund í tímum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • umhirðu reiðhjóls
  • umferðarreglum sérstaklega tengdum hjólreiðum
  • mikilvægi samvinnu
  • slökun og hugleiðslu
  • hvernig undirbúa á ferðalag
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka þátt í ýmsum hópleikjum
  • fara eftir reglum
  • vinna með öðrum
  • tileinka sér aðferðir slökunar
  • hirða um reiðhjól
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta unnið með öðrum og verið hluti af hóp eða liði
  • fara eftir ákveðnum fyrirmælum og reglum
  • efla eigin heilsu
  • undibúa gistinótt
  • nota reiðhjól á öruggan hátt
  • beita þekktum aðferðum til að ná fram slökun
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá