Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1682431297.98

    Kynjafræði
    KYNJ3KY05
    4
    kynjafræði
    Kynjafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga er staða kynjanna og staðalímyndir þeirra í samfélaginu skoðuð. Jafnréttismál varða alla, enda er kynferði eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins, rétt eins og uppruni, aldur, kynhneigð, stétt og fleiri félagslegir áhrifaþættir. Birtingarmyndir kynjamisréttis og annars félagslegs misréttis eru ræddar og einnig áhrif þess á persónulega hamingju og félagslega velsæld. Meðal efnisþátta eru; kyn, kynhlutverk, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, samfélagsmiðlar, mörk, virðing, staðalmyndir, klám, ofbeldi, mansal,vændi og fleira þessu tengt.
    FÉLV1if05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppruna og þróun kynjafræðinnar sem fræðigreinar
    • að jafnréttismál varði öll kyn og allt samfélagið
    • helstu aðferðum, hugtökum og viðfangsefnum kynjafræðinnar
    • stöðu kynja í samfélögum nær og fjær
    • áhrifum staðalímynda og kynhlutverka á einstaklinginn
    • áhrifum kynjabreytunnar á vinnumarkað og neysluvenjur
    • áhrifum kynjabreytunnar í fjölmiðlum og fræðum
    • áhrifum kynjamisréttis í samfélaginu þ.á.m. klámi, mansali og vændi
    • áhrifum kynjamisréttis á ofbeldi og kynheilbrigði
    • helstu hugmyndum og sjónarhorni hinseginfræða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita kynjagleraugum á félagslegan veruleika
    • beita helstu hugtökum kynjafræðinnar
    • fjalla um áhrif kynjakerfisins á samfélagið
    • fjalla um goðsagnir um kyn og kynhlutverk
    • afla upplýsinga, greint þær og sett þær fram í fræðilegu samhengi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á áhrifum kynjakerfisins á sjálfan sig og aðra
    • geta tekið þátt í rökræðum um stöðu kynjanna
    • átta sig á siðferðilegum álitamálum tengdum jafnrétti kynjanna
    • taka þátt í samfélaginu og fjölskyldunni með jafnrétti að leiðarljósi
    • tjá sig um málefnið í mynd, ræðu og riti