Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1682523374.17

    Mentorverkefni
    VINÁ1ME03
    1
    vinátta
    mentorverkefnið vinátta
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Orðið mentor er alþjóðlegt og er notað um einhvern sem leiðbeinir og deilir þekkingu með öðrum jafningjum. Áfanginn er ætlaður fyrir nemendur sem eru mentorar með samnemendum sínum sem eru nýfluttir til Íslands og tala litla íslensku. Hugmyndin er að mentorinn verði samnemanda sínum fyrirmynd og veiti honum stuðning, bæði í að læra íslensku og að tengjast skólasamfélaginu en einnig við þátttöku í félagslífi nemenda. Tengslin sem myndast milli mentors og samnemanda hans geta aukið möguleika nemenda sem tala litla íslensku til að aðlagast skólasamfélaginu. Áhersla er lögð á gagnkvæman ávinning mentorsins og samnemanda hans sem og hagsmuni skólasamfélagsins í heild af því að nemendur kynnist og læri af aðstæðum hvers annars.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mentorhlutverkinu og hugmyndafræði verkefnins
    • mikilvægi fyrirmynda í aðlögun að skólasamfélaginu
    • meðferð trúnaðarupplýsinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja samverustundir
    • leita lausna í samvinnu við aðra
    • meta eigin frammistöðu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa frumkvæði að samveru með öðrum einstaklingum í verkefninu
    • vera jákvæð fyrirmynd hvað varðar félagsfærni og samskiptafærni
    • geta átt uppbyggileg samskipti
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá