Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1686646702.94

    Mannkynssaga
    SAGA2MS05
    54
    saga
    mannkynssaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um valda þætti úr sögu Vesturlanda. Helstu áhersluþættir eru þróun lýðræðis og þeim hættum sem steðja að lýðræðinu. Baráttunni fyrir mannréttindum og fyrir réttlátara samfélagi. Einnig er unnið með hvers vegna stríð brjótast út og afleiðingum þeirra. Mikil áhersla er á heimildavinnu og lýkur áfanganum með ritun byggðri á heimildum, sem unnin er í skólanum.
    ÍSLE2MG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig menning vesturlanda hvílir á menningu Grikkja og Rómverja til forna
    • hvernig lýðræði hefur þróast frá tímum Gikkja til nútímans
    • hvernig baráttan fyrir réttlátara samfélagi hefur staðið yfir frá fornöld til dagsins í dag
    • hvernig stríð hefur mótað sögu okkar og menningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa einfaldan texta undir aga APA kerfisins
    • vinna með öðrum
    • flytja efni á skýran hátt
    • nota heimildir á gagnrýninn hátt bæði frumheimildir og eftirheimildir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta notað sögulega atburði til að útskýra það sem er að gerast í dag í heiminum
    • skilja að ólík sjónarhorn breyta frásögn mikið
    • tjá sig munnlega og í riti
    • geta fært rök fyrir ólíkum skoðunum, bæði sínum og annarra á ólíkum tímum