Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1686647334.38

    Lokaverkefni
    FÉLV3LV07
    1
    félagsvísindi
    lokaverkefni
    Samþykkt af skóla
    3
    7
    Hugmyndafræðin að baki áfanganum er að gefa nemendum tækifæri að gera rannsóknir í félagsvísindum. Nemendur hanna og framkvæma bæði eigindlega og megindlega rannsókn. Síðan skila þeir ítarlegri skýrslu sem lýtur reglum um heimildavinnu. Stefnt er að því að nemendur vinni þetta frá hugmynd til lokaafurðar og nýti sér það efni sem þeir hafa lært í námi sínu. Öll sú vinna sem fram er í nánu samstarfi við hina ýmsu kennara skólans.
    30 e í samfélagsgreinum og STÆR3TL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðafræði félagsvísinda
    • gerð megindlegra og eigindlegra rannsókna, kostum aðferðanna og göllum þeirra
    • hugtökum og kenningum í félagsvísindum
    • sögu vísindakenninga, notkun og misnotkun
    • ritun heimildaritgerða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna eigindlega og megindlega rannsókn
    • nota heimildir á skipulegan hátt
    • átta sig á siðferðilegum takmörkunum vísinda og rannsókna
    • skrifa heimildaritgerð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta upplýsingar á gagnrýninn hátt
    • hanna rannsókn frá grunni til lokaafurðar
    • geta beitt hugtökum félagsvísinda á félagsleg, söguleg og siðferðileg álitamál
    • sjá samhengi námsefnis undanfarinna anna og samspil mismunandi námsgreina
    • skrifa heimildaritgerð byggða á eigin rannsóknum