Hversdagsheimspeki kynnir heimspeki sem fræðigrein; helstu undirgreinar hennar, hugsuði og hugtök. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa gagnrýna hugsun og að nemendur tengi heimspekina við daglegt líf og eigin reynslu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
völdum viðfangsefnum heimspekinnar á sviði siðfræði og þekkingarfræði
kenningum forngrískra heimspekinga um réttlæti einstaklings og samfélags
rökum, hvernig þau eru skilgreind og hvernig þau eru metin
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja heimspekilegan texta
greina rökstuðning og forsendur hugmynda
lýsa aðferðafræði heimspekinnar við úrlausn mála
vinna með heimildir í APA kerfinu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita heimspekilegum hugtökum á daglega reynslu
átta sig á heimspekilegum meginreglum og beita þeim
setja saman klípusögur til að varpa ljósi á heimspekileg vandamál