Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1686653771.25

    Stríðssaga
    SAGA3SS05
    54
    saga
    stríðssaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um stríðsátök í sögunni, orsakir stríða, afleiðingar þeirra, hugmyndafræðin sem liggur að baki þegar friður tapast og átök hefjast. Kenningar um mannlega náttúru í samhengi við vopnuð átök koma við sögu. Helstu stríðsátök sögunnar er á dagskrá, þróun herfræði og vopna og hvernig skoðanir á stríðsátökum breytast er nær dregur samtíma. Sjónum verður beint að konum í stríði, andófi gegn stríði og afstöðu almennings. Yfirstandandi stríðsátök hverju sinni eru eftir atvikum tengd viðfangsefninu.
    SAGA2MS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu stríðsátaka
    • hernaðartækni og þróun hennar
    • helstu tegundum stríða
    • afleiðingum stríða
    • friðarferli að stríði loknu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina hvað liggur að baki stríðum
    • greina milli ólíkra stríðsátaka
    • fást við frumheimildir og greina þær
    • vinna með heimildir í APA kerfinu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina orsakir og afleiðingar stríðsaátaka
    • tengja saman stríðsátök og stjórnmál
    • velta fyrir sér málstað stríðs, getur stríð verið réttlætanlegt
    • reyna að greina á milli áróðurs og staðreynda, sbr. ,,fyrsta fórnarlamb stríðs er sannleikurinn”