Lesin eru íslensk skáldverk sem nemendur velja sér af bókalista. Nemendur vinna lestraráætlun og bókaðir eru fastir tímar með kennara þar sem nemendur fara yfir efni verkanna og gera þeim góð skil.
ÍSLE3SN05 eða ÍSLE3NA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi lestrar
mikilvægi þess að geta unnið aðalatriði úr texta á skýran og markvissan hátt
formi og inntaki skáldsögunnar
því hvernig skáldsaga getur endurspeglað samfélagið hverju sinni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar þegar verið er að fjalla um og greina skáldverk
greina frá og flytja skýra, vel uppbyggða kynningu á bókmenntaverki
koma auga á meginþætti skáldverka og dulin atriði sem skipta máli
taka þátt í og stuðla að málefnalegum umræðum eða rökræðum um bókmenntir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
dýpka lesskilning sinn
auka og bæta við orðaforða sinn og málskilning
auka skilning sinn og þekkingu á samfélaginu og mannlegu atferli í gegnum bókmenntir
auka færni sína í að túlka bókmenntaverk á sjálfstæðan og ígrundaðan hátt