Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1686663771.32

    Föll og jöfnur
    STÆR2FJ05
    141
    stærðfræði
    föll, jöfnur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áframhaldandi vinna með táknmál stærðfræðinnar. Unnið með annars stigs jöfnur, margliður af hærra stigi, ójöfnur og margs konar föll. Áhersla lögð á skipulögð stærðfræðileg vinnubrögð.
    Fyrir þá sem fengu A eða B á grunnskólaprófi eða hafa klárað STÆR1AJ05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tölum, mengjum og algebru
    • algengum reiknireglum og algebrubrotum
    • jöfnum og ójöfnum af fyrsta og öðru stigi
    • föllum
    • margliðum
    • logra og vísisföllum
    • veldareglum og venslum velda og róta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota táknmál stærðfræðinnar
    • vinna með tölur og algebru, almenn brot, hlutföll og prósentur
    • leysa jöfnur og ójöfnur á fyrsta og öðru stigi
    • vinna með föll, margliður, logra- og vísisföll
    • beita stærðfræðilegri framsetningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra á viðeigandi hátt
    • beita skipulegum aðferðum við leit að lausnum á þrautum og geta útskýrt aðferðir sínar
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
    • geta greint og hagnýtt upplýsingar á sviði stærðfræði sem birtast m.a. í fjölmiðlum
    • átta sig á og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
    • beita gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn verkefna og þrauta
    • geta fylgt og skilið röksemdafærslur í mæltu máli og í texta