Í áfanganum eru ýmis atriði eldra námsefnis notuð við lausnir á verkefnum. Auk þess er bætt við ýmsu nýju efni og má þar nefna tvinntölur, fleiri gerðir deildajafna og frekari hagnýtingu heildareiknings.
STÆR3DH05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tvinntölum
deildajöfnum af fyrsta og öðru stigi
flóknari heildunar- og deildunarverkefni
arkarföllum
rúmmáli og yfirborðsflatarmáli snúða
bogalengd ferla
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með tvinntölur
leysa flóknari heildunar og deildunar verkefni
finna rúmmál og yfirborðsflatarmál snúða
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
takast af öryggi á við stærðfræðileg verkefni
lesa stærðfræðitexta með skilningi
geta skráð lausnir sínar skýrt og skilmerkilega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt á viðeigandi hátt
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu hugmynda og velja aðferð við hæfi
hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu sína til ákvarðanatöku í sérhæfðum verkefnum
fylgja og skilja röksemdafærslur í mæltu máli og í texta og gera sér grein fyrir notkun mótdæma til að afsanna fullyrðingar