Farið nánar í ýmis grundvallarhugtök stærðfræðigreiningar eins og markgildi og samfelldni falla, tengsl diffrunar við ferilteikningar og ýmsum aðferðum beitt við að kanna samleitni óendanlegra runa.
STÆR3DH05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
rauntalnakerfinu og raunföllum
markgildum falla
undirstöðueiginleikum samfelldra og deildanlegra falla
samleitni óendanlegra runa og raða af ýmsum gerðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
finna markgildi falla
beita reglum sem byggja á undirstöðueiginleikum samfelldra falla
beita mismunandi aðferðum til að kanna samleitni óendanlegra runa og raða
setja niðurstöður sínar fram á skýran og skilmerkilegan hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta skráð lausnir sínar skýrt og á gagnrýninn hátt, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt á viðeigandi hátt
fylgja stærðfræðilegri röksemdafærslu og geta byggt upp einfaldar sannanir á eigin spýtur
takast af miklu öryggi á við stærðfræðileg verkefni
hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu sína til ákvarðanatöku í sérhæfðum verkefnum
takast á við stærðfræðileg verkefni þar sem nota þarf ólíkar aðferðir samtímis eða hverja á eftir annarri