Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1686670128.29

    Grunnáfangi
    ÞÝSK1GR05
    33
    þýska
    grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins, temji sér góð vinnubrögð og einnig fái þeir innsýn í menningu og staðhætti þýskumælandi landa og kynnist samskiptavenjum og siðum í samanburði við Ísland. Nemendur læra að kynna sig og aðra, tala um áhugamál, segja frá fjölskyldu sinni og sínu nánasta umhverfi í nútíð í ræðu og riti. Nemendur eru þjálfaðir í færniþáttunum fjórum, tali, hlustun, ritun og lestri.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
    • helstu reglum um framburð, áherslur og hljómfall
    • grunnatriðum málkerfisins
    • útbreiðslu þýsku og þjóðfélagi þýskumælandi svæða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • fylgja fyrirmælum á þýsku og skilja kveðjur og kurteisisávörp
    • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða
    • taka þátt í einföldum samræðum
    • segja frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni
    • skrifa stuttan texta um ýmis atriði
    • beita helstu reglum um málnotkun í ræðu og riti
    • nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
    • eiga samskipti á þýsku við ákveðnar aðstæður
    • segja frá persónulegum högum í ræðu og riti á einfaldan hátt
    • vinna úr einföldum textum á mismunandi hátt eftir efni og eðli textans og tilganginum með lestrinum
    • meta eigið vinnuframlag og kunnáttu